50 grindhvalir við fjöruna í Garði

Björgunarsveitarfólk, lögregla og fleiri til eru að reyna að koma …
Björgunarsveitarfólk, lögregla og fleiri til eru að reyna að koma dýrunum til bjargar. Ljósmynd/Víkurfréttir

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út vegna grindhvalavöðu við fjöruna við Útskálakirkju í Garði í Suðurnesjabæ. Um 50 grindhvalir eru staddir nærri fjörunni. Reynt verður að smala hvölunum út á haf á bátum, svo að þá reki ekki á land.

Verulegur fjöldi hvala er þegar kominn á þurrt.

Björgunarsveitir á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kallaðar út til verksins því óvíst er hversu mikill mannskapur fæst nú á föstudagskvöldi um verslunarmannahelgi. 

Grindhvalavöður hafa verið að leita nærri ströndum Íslands undanfarið í talsvert auknum mæli miðað við það sem áður tíðkaðist. Síðast var sagt frá grindhvalavöðu í höfninni í Keflavík fyrir viku. Þeir hvalir leituðu að endingu aftur út á haf.

Staðarmiðilinn Víkurfréttir var með beina útsendingu frá strandstað fyrir skemmstu, sem sjá má hér að neðan.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert