Bílstjórinn lýsir veltunni í smáatriðum

Sigurjón segir ekki ólíklegt að hann muni dveljast á sjúkrahúsi …
Sigurjón segir ekki ólíklegt að hann muni dveljast á sjúkrahúsi á Akureyri út mánuðinn eða fram í þann næsta. Hér er hann þar ásamt Jónu Kristínu Sigurðardóttur móður sinni. Ljósmynd/Aðsend

Sigurjón Þórsson, bílstjóri hjá Olíudreifingu, sem varð fyrir því óláni að olíubíll sem hann ók í liðinni viku valt á þjóðvegi 1 á Öxnadalsheiði, lýsir slysinu í ítarlegu viðtali við Morgunblaðið sem birtist á morgun. 

„Ég þorði bara alls ekki að vera lengur þarna inni,“ segir Sigurjón, en fyrstu mönnum á vettvang tókst skömmu síðar að toga hann út úr bílflakinu sem olía lak úr á þeim tímapunkti. 

Bíll Sigurjóns valt á Öxnadalsheiði í liðinni viku. Hann greinir …
Bíll Sigurjóns valt á Öxnadalsheiði í liðinni viku. Hann greinir frá slysinu, aðdragandanum og afleiðingunum í Morgunblaðinu á morgun. Ljósmynd/Ingvar Guðmundsson

Sigurjón hafði verið undir vinnuálagi dagana fyrir slysið, þar sem hann hefur verið í aukastarfi við að aka leigubíl um helgar til að ná endum saman. Er þarna kom við sögu var hann búinn að vinna tvær helgar í röð sem varð til þess að hann dottaði í augnablik undir stýri með þeim afleiðingum að veltan varð.

„Þegar ég fer yfir þetta hef ég eflaust verið þreyttur, en hundsað það, ég hafði unnið mikið dagana á undan, en mér fannst ég alveg hress þegar ég mætti til vinnu um morguninn,“ segir Sigurjón sem dvelur enn á sjúkrahúsinu á Akureyri. Hann hlaut margvíslega áverka í slysinu, meðal annars brotnuðu sex rifbein aftan til í baki, loftbrjóst myndaðist á vinstra lunga og vökvasöfnun.

Ítarlega er rætt við Sigurjón í Morgunblaðinu á morgun.

 

Olíubíllinn var fluttur til Reykjavíkur eftir slysið, gjörónýtur.
Olíubíllinn var fluttur til Reykjavíkur eftir slysið, gjörónýtur.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert