55 gámar með Ed Sheeran til landsins

Starfsmenn unnu við það í gær að leggja plötur á …
Starfsmenn unnu við það í gær að leggja plötur á völlinn þar sem sviðið verður um næstu helgi. mbl.is/Árni Sæberg

Und­ir­bún­ing­ur fyr­ir stór­tón­leika Ed Sheer­an, sem haldn­ir verða á Laug­ar­dals­velli 10. og 11. ág­úst, er nú í full­um gangi en tekið var form­lega við vell­in­um í fyrra­dag. Þetta seg­ir Ísleif­ur B. Þór­halls­son, fram­kvæmda­stjóri Senu Live sem sér um fram­kvæmd tón­leik­anna.

„Vinn­an byrjaði samt á mánu­dag­inn en þá var byrjað að setja upp fyrstu girðing­ar og taka á móti gám­um og svona. Nú er allt komið á fleygi­ferð. Þetta er al­gjör­lega nýtt „level“ í um­fangi og stærð,“ seg­ir Ísleif­ur. Seg­ist hann eiga von á 55 gám­um af græj­um fyr­ir tón­leik­ana sem vegi yfir 1.500 tonn.

„Og okk­ur fannst mikið þegar það komu fimm gám­ar með Just­in Timberla­ke og níu með Just­in Bie­ber,“ seg­ir Ísleif­ur og hlær.

„Þetta eru lang-, lang­stærstu tón­leik­ar sem hafa verið haldn­ir á Íslandi. Með yf­ir­burðum. Þeir fljúga inn öll­um græj­un­um sín­um. Þeir flytja til lands­ins hljóð, svið og ljós frá út­lönd­um,“ seg­ir hann og bæt­ir við: „Þetta er stóra sviðið sem hann not­ar á risa­tón­leik­um er­lend­is. Það er bara komið með það til Íslands sem er svaka­legt.“

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Ísleif­ur að er­lend­ir und­ir­bún­ingsaðilar séu farn­ir að tín­ast inn á völl­inn en á von á mikl­um fjölda í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert