Anna í ævintýraeyjunni

Anna Sigrún í Flatey í gær með foreldrum sínum, Baldri …
Anna Sigrún í Flatey í gær með foreldrum sínum, Baldri Ragnarssyni og Guðrúnu Mörtu Ársælsdóttur Ljósmynd/aðsend

„Þessi æv­in­týr­astaður á í mér hvert bein,“ seg­ir Anna Sigrún Bald­urs­dótt­ir, sem með sínu fólki dvelst í Flat­ey á Breiðafirði nú um versl­un­ar­manna­helg­ina. Bú­ist er við fjöl­menni þangað, enda verður þar bryddað upp á mörgu skemmti­legu og sjálfsprottnu.

Í gær­kvöldi var dans­leik­ur með hljóm­sveit­inni GÓSS og söng­kon­unni Sig­ríði Thorlacius í sam­komu­húsi eyj­unn­ar og í Frysti­hús­inu verður bingó og bar­svar, það er spurn­inga­keppni, í kvöld. Á sunnu­dags­kvöld verða tón­leik­ar með hljóm­sveit­inni Ylju.

Veitt í fiskisúp­una

„Ég hef tengst Flat­ey allt mitt líf og hér líður okk­ur vel. Stemn­ing­in sem hér mynd­ast oft meðal fólks er ljúf og góð,“ seg­ir Anna Sigrún, sem er aðstoðarmaður for­stjóra Land­spít­al­ans. Hún er dótt­ir þeirra Bald­urs Ragn­ars­son­ar og Guðrún­ar Mörtu Ársæls­dótt­ur úr Stykk­is­hólmi. Þau eru nú, kom­in á eft­ir­launa­ald­ur, flutt út í Flat­ey og fara á fastalandið á eig­in báti sé þess þörf. Ann­ars eru sam­göng­ur við eyna með besta móti. Ferj­an Bald­ur sem sigl­ir yfir Breiðafjörð milli Stykk­is­hólms og Brjáns­lækj­ar tvisvar á dag kem­ur við í Flat­ey og þar hafa marg­ir viðstöðu milli ferða, enda er margt að sjá og skoða.

Sjá sam­tal við Önnu Sigrúnu í heild á baksíðu Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert