Styður kaupgetuna

Fjöldi nýrra íbúða er að koma á markaðinn á næstunni.
Fjöldi nýrra íbúða er að koma á markaðinn á næstunni. mbl.is/​Hari

Fram und­an er sú óvenju­lega staða í kjöl­far kjara­samn­inga að kaup­geta launa­fólks mun aukast vegna lækk­andi hús­næðis­kostnaðar. Þetta er mat Ara Skúla­son­ar, sér­fræðings hjá Lands­bank­an­um.

Þá er jafn­framt óvenju­legt að sam­tím­is miklu fram­boði á hús­næðismarkaði um þess­ar mund­ir, í kjöl­far fram­boðsskorts, skuli vera lág verðbólga, lækk­andi vext­ir og mik­ill stöðug­leiki í hag­kerf­inu.

Sá þriðji hæsti á Íslandi

Grein­ing Lands­bank­ans bend­ir til að kostnaður við fram­færslu í Evr­ópu, að meðtaldri húsa­leigu, sé aðeins hærri í Nor­egi og Sviss en á Íslandi. Töl­ur Eurostat, hag­stofu ESB, benda að sama skapi til að hús­næðis­kostnaður hafi hækkað mun meira á Íslandi á síðustu árum en í ríkj­um ESB. Það á sinn þátt í að Ísland er of­ar­lega á lista yfir hús­næðis­kostnað í Evr­ópu.

Sam­kvæmt nýrri spá Ana­lytica verður sam­drátt­ur í hag­kerf­inu árin 2019 og 2020 en hag­vöxt­ur 2021. Gangi spá­in eft­ir verða ekki skil­yrði til út­greiðslu hag­vaxt­ar­auka fyrr en í fyrsta lagi á ár­inu 2022, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert