Líkamsárásir á Akureyri og í Eyjum

Lögregla hafði nóg að gera í nótt bæði á Akureyri …
Lögregla hafði nóg að gera í nótt bæði á Akureyri og í Vestmannaeyjum. mbl.is/Eggert

„Talsverður erill,“ voru svörin sem blaðamaður fékk er hann spurði hvernig nóttin hefði verið hjá lögreglu bæði á Akureyri og í Vestmannaeyjum, en á báðum stöðum er fjöldi fólks kominn saman til skemmtana um verslunarmannahelgi.

Þrír eru í fangaklefa á Akureyri, vegna tveggja aðskildra líkamsárásarmála. Þolandi annarar árásarinnar hlaut umtalsverða höfuðáverka, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Mikil ölvun í Eyjum

Í Vestmannaeyjum þurfti lögregla að stinga fimm mönnum í steininn, fjórum vegna líkamsárása og einum vegna ölvunar, en frekari upplýsingar var ekki að fá frá lögreglu að sinni, vegna mikilla anna.

Lögreglumaður sem ræddi við mbl.is sagði að enn væri í miklu að snúast vegna skemmtanaglaðra þjóðhátíðargesta þrátt fyrir að klukkan sé að ganga níu að morgni. Ölvunin væri mikil í bænum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert