Ferðamönnum gert að lagfæra hjólför

Frá Kerlingarfjöllum.
Frá Kerlingarfjöllum. mbl.is/Sigurður Sigmundsson

Landverðir í Kerlingarfjöllum stóðu erlenda ferðamenn að utanvegaakstri um helgina. Um minni háttar spjöll var að ræða, samkvæmt því sem fram kemur á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurlandi.

Sá háttur var hafður á að ferðamennirnir voru látnir hafa kústa og hrífur og gert að lagfæra hjólförin sem komið höfðu eftir bifreið þeirra.

Lögreglan á Suðurlandi er með málið til rannsóknar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka