„Ekkert sem stoppar“ WAB air núna

Tímabundnar höfuðstöðvar WAB verða við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði, þar sem …
Tímabundnar höfuðstöðvar WAB verða við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði, þar sem Actavis var áður til húsa. Skjáskot/ja.is

„Ég er al­veg grjót­h­arður á þessu. Það er ekk­ert sem stopp­ar okk­ur þessa stund­ina,“ seg­ir Sveinn Ingi Steinþórs­son, for­stjóri og stofn­andi nýs flug­fé­lags sem ber vinnu­heitið WAB air. Hann og hans fólk hófu störf í morg­un á nýrri skrif­stofu á Reykja­vík­ur­vegi í Hafnar­f­irði, þar sem Acta­vis hafði áður aðstöðu.

„Það er ágætt að vera kom­in með heim­ili,“ seg­ir Sveinn. Vinn­an að fé­lag­inu hef­ur staðið yfir síðan í apríl en hef­ur hingað til farið fram með „hvern í sínu horni,“ seg­ir Sveinn. Nú er mark­miðið að afla flugrekstr­ar­leyf­is, svo að von­andi megi fljúga jóm­frú­arflugið með haust­inu. Nán­ari tíma­setn­ing á þau áform fæst ekki upp gef­in, enda of snemmt, að sögn Sveins.

Hann ger­ir ráð fyr­ir að í sept­em­ber verði starfs­menn allt að 30 og í því til­felli verður unnt að bæta álmu í hús­inu við starf­sem­ina, en hús­næðið sem nú er í notk­un eru 300 fer­metr­ar. Frétta­blaðið greindi frá því í morg­un að fé­lagið hefði komið sér fyr­ir í nýju hús­næði.

Sveinn Ingi Steinþórsson er forstjóri nýja félagsins. Hann segir gott …
Sveinn Ingi Steinþórs­son er for­stjóri nýja fé­lags­ins. Hann seg­ir gott að vera kom­inn með heim­ili. Ljós­mynd/​Lin­ked­In

„Hætt að pæla“ í eign­um WOW

Sveinn seg­ir að hann og fólkið sem stend­ur að stofn­un fé­lags­ins með hon­um hafi „hætt að pæla“ í að festa kaup á eign­um úr þrota­búi WOW air í júní, þegar ljóst var að ekki yrði af þeim kaup­um. „Nú erum við að gera þetta al­veg á okk­ar eig­in for­send­um,“ seg­ir hann. „Við erum hvorki að fara að kaupa vörumerki né annað.“

WAB air, skamm­stöf­un fyr­ir We Are Back, var nafn sem haft var í gríni um fé­lagið við stofn­un þess og er nú vinnu­tit­ill. Það verður vita­skuld ekki nafn fé­lags­ins, seg­ir Sveinn. „Ásamt því sem við erum að vinna að því að upp­fylla skil­yrðin fyr­ir flugrekstr­ar­leyfi erum við að ræða við markaðsskrif­stof­ur um hvernig er best að hátta næstu skref­um,“ seg­ir hann. Þannig eigi eft­ir að koma í ljós hvaða nafn verði fyr­ir val­inu. 

WAB sótti um flugrekstr­ar­leyfi hjá Sam­göngu­stofu í júní. Sveinn Ingi er er fyrr­ver­andi yf­ir­maður hag­deild­ar WOW air og sat í fram­kvæmda­stjórn fé­lags­ins. Auk Sveins Inga er Neo, fé­lagið sem stend­ur að stofn­un WAB, í eigu Arn­ars Más Magnús­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra flugrekstr­ar­sviðs WOW air, Boga Guðmunds­son­ar, lög­manns hjá Atlantik Legal Serv­ic­es og stjórn­ar­for­manns BusTrav­el, og Þórodds Ara Þórodds­son­ar, ráðgjafa í flug­vélaviðskipt­um í Lund­ún­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert