Íslendingadagurinn svokallaði var haldinn í 130. skipti í bænum Gimli í Manitoba-fylki í Kanada í gær en Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, var heiðursgestur hátíðarinnar.
Var hún jafnframt fulltrúi íslenskra stjórnvalda á sambærilegum Íslendingadegi í bænum Mountain í Norður-Dakóta en þaðan ferðaðist Lilja til Kanada í fyrradag.
Íslendingadagurinn er haldinn af afkomendum vesturfara eða Vestur-Íslendingum, sem fluttu frá Íslandi til Kanada og Bandaríkjanna á nítjándu öld. Lilja flutti í tilefni dagsins ávarp og tók þátt í skrúðgöngu hátíðarinnar.
Í ávarpi sínu færði Lilja Vestur-Íslendingum kveðjur frá íslensku þjóðinni. Lilja kveðst vera heilluð af menningu bæjarins.
Sjá viðtal við Lilju í heild á baksíðui Morgunblaðsins í dag.