Búið að afgreiða WOW-kvartanir

mbl.is/​Hari

Síðustu kvartanir sem Samgöngustofa tók við vegna WOW air voru nú í lok júlímánaðar afgreiddar. Þetta staðfestir Þórhildur Elín Elínardóttir, upplýsingafulltrúi Samgöngustofu, í Morgunblaðinu í dag.

Á vef Samgöngustofu má finna ákvarðanir í málum tengdum réttindum farþega en þar má sjá að á þessu ári hefur Samgöngustofa afgreitt yfir 170 kvartanir vegna hins fallna flugfélags. Voru mörg erindanna afgreidd eftir að flugfélagið féll en margar kvartananna vita að aflýsingu eða seinkun á flugi eða tjóni vegna farangurstafar.

Mörg erindanna eru vegna flugferða sem voru farnar á árunum 2018 og 2017 og nokkur vegna flugferða árið 2016. Sem dæmi snýr næstyngsta ákvörðunin, dagsett 22. júlí 2019, að flugi WOW air frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur 19.desember 2016. Er ákvörðun Samgöngustofu í því máli að vegna seinkunar flugs skuli WOW air greiða kvartanda 400 evrur í staðlaðar skaðabætur.

Þórhildur Elín segir að Samgöngustofa hafi tekið við kvörtunum vegna WOW air fram að þeim tímapunkti að flugrekstrarleyfi fyrirtækisins var skilað inn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert