Búist við 2.000 manns á HM íslenska hestsins

Þórunn, Halldór og dætur þeirra Sigrún og Jóna halda með …
Þórunn, Halldór og dætur þeirra Sigrún og Jóna halda með Íslandi á HM íslenska hestsins.

Mikil spenna er í loftinu í Berlín um þessar mundir en þar eru nú hundruð Íslendinga samankomin á heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem haldið er dagana 4. til 11. ágúst.

Hestakonan Þórunn Eggertsdóttir segir stemninguna vera frábæra en hún mætti ásamt eiginmanni og tveimur dætrum á heimsmeistaramótið í gær. Segir hún alla fjölskylduna vera með „hestabakteríuna“ en Beggi Eggertsson bróðir hennar er í landsliðinu og keppir í skeiðgreinum á mótinu.

Sat hún ásamt fjölskyldu sinni í íslendingastúkunni svokölluðu ásamt öðrum Íslendingum þegar blaðamaður gaf sig á tal við hana símleiðis í gær. Gríðarleg fagnaðarlæti heyrðust í stúkunni þegar Íslendingurinn Kristján Magnússon kom í braut en hann keppir fyrir hönd Svíþjóðar.

„Þegar Íslendingur kemur í braut er hrópað, kallað og klappað og íslenska fánanum er veifað. Mjög margir eru komnir í bláa íslenska landsliðstreyju sem gerð var fyrir mótið þannig að stúkan er svolítið blá hjá okkur,“ segir Þórunn. Telur hún að um 300 Íslendingar hafi verið í stúkunni þegar mest var í gær. Búist er við að yfir 2.000 Íslendingar sæki mótið í ár en flestir mæta á mótið í dag og á morgun.

Sjá samtal við Þórunni í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert