Hnífamaður í haldi

Árásarmaðurinn verður yfirheyrður innan skamms.
Árásarmaðurinn verður yfirheyrður innan skamms. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður sem handtekinn var í nótt grunaður um stórfellda líkamsárás í Eyjabakka í Bakkahverfi í Reykjavík er enn í haldi lögreglu. Að sögn Gunnars Hilmarssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni, verður hann yfirheyrður á næstunni en sennilega látinn laus að því loknu.

Maðurinn hefur ekki komið við sögu lögreglu áður, en áður hefur komið fram að árásarmaðurinn og fórnarlambið þekkist þótt óljóst sé hver tengslin eru. Fórnarlamb árásarinnar var flutt á slysadeild til aðhlynningar og þurfti að fara í aðgerð eftir að hafa skorist á handlegg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka