Sviðið sem enski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran kemur til með að koma fram á í Laugardalnum um helgina er tekið að rísa og það er engin smásmíði. Alls er það 50 metrar að breidd og 650 fermetrar og var notað á tónleikum Sheerans í London á dögunum.
mbl.is var í Laugardalnum fyrr í dag og myndaði herlegheitin.