Vinna að framtíðarsamningi við Breta

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðlaug­ur Þór Þórðar­son ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir viðræður við Breta um samn­ing á milli ríkj­anna í kjöl­far Brex­it hafa varað í nokk­urn tíma. Fram kom í skýrslu Fin­ancial Times í júlí að Ísland gæti tapað einna mest á því að Bret­ar yf­ir­gefi Evr­ópu­sam­bandið án út­göngu­samn­ings. 

„Eins og kem­ur fram í þess­ari skýrslu eig­um við nátt­úru­lega mjög mikið und­ir sam­skipt­um okk­ar við Breta á mörg­um sviðum. Þetta er okk­ar næst­mik­il­væg­asta viðskipta­land á eft­ir Banda­ríkj­un­um,“ seg­ir Guðlaug­ur í sam­tali við mbl.is. 

„Við erum ekk­ert að byrja á þess­ari vinnu. Þetta er nokkuð sem unnið hef­ur verið mjög öt­ul­lega að og er búið að vera for­gangs­mál frá því að ég kom hingað inn. Þannig að við erum eins vel und­ir­bú­in og við gæt­um verið á þessu stigi máls.“

Von­ast til að ganga frá framtíðarsamn­ingi á næstu miss­er­um

„Hins veg­ar eig­um við eft­ir að ganga frá framtíðarsamn­ingi við Breta og það er það sem við stefn­um á að klára á næstu mánuðum og miss­er­um. Sem bet­ur fer er gagn­kvæm­ur áhugi á þessu og sam­starfið hef­ur verið gott. Það er auðvitað mjög mik­il­vægt.“

Bor­is John­son, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, hef­ur lýst því yfir að Bret­land muni lík­lega ganga út úr Evr­ópu­sam­band­inu þann 31. októ­ber, með eða án samn­ings. Í skýrslu Fin­ancial Times eru nefnd­ar fjöl­marg­ar af­leiðing­ar þess að yf­ir­gefa sam­bandið án samn­ings fyr­ir Breta, meðal ann­ars lyfja­skort, trufl­an­ir á flug­um­ferð, röðum við landa­mæri og skorti á inn­flutt­um mat­væl­um. 

Í skýrsl­unni eru listuð þau lönd sem verða fyr­ir hvað mest­um áhrif­um af út­göngu Breta úr sam­band­inu án samn­ings. Er Ísland þar í sjötta sæti á eft­ir Bretlandi, Írlandi, Lúx­em­borg, Nor­egi og Hollandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka