Hafþór Júlíus opnar líkamsræktarstöð

Hafþór Júlíus.
Hafþór Júlíus. Ljósmynd/Skjáskot Instagram

Kraf­ta­karl­inn Hafþór Júlí­us Björns­son opnaði í dag lík­ams­rækt­ar­stöð í Kópa­vogi sem nefn­ist Thor´s Power Gym.

Þetta kem­ur fram á Face­book-síðu hans. 

Stöðin verður fyr­ir fólk á öll­um aldri og ekki aðeins fyr­ir kraft­lyft­inga­fólk, að því er kom fram í viðtali Frétta­blaðsins við hann. 

Nátt­úru­stein­ar og önn­ur aflrauna­tæki verða á staðnum, sem opnaði í dag.

Hafþór Júlí­us, oft kallaður Fjallið, kepp­ir í aflrauna­keppni á morg­un sem hefst fyr­ir aust­an fjall og lýk­ur í Reiðhöll­inni í Víðidal.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert