Vestaravatn að hverfa eftir langvarandi þurrk

Vestaravatn að hverfa.
Vestaravatn að hverfa. mbl.is/RAX

Ómótstæðilegur svipur litbrigða jarðar blasir við þegar flogið er í síðsumarblíðu yfir dalverpi, tjarnir og vötn á Suðurlandi.

Við Árbæjarhjáleigu í Holtum í Rangárvallasýslu liggja Vestaravatn og Miðvatn og er það fyrrnefnda nú nánast uppþornað, eins og stundum gerist í langvarandi þurrkatíð eins og verið hefur að undanförnu.

Fari að rigna verður vatnið þó fljótt að fyllast aftur, segja bændur á svæðinu. Veðurspáin fyrir næstu daga á Suðurlandi boðar sól og blíðu, en á Norðurlandi og Vestfjörðum má gera ráð fyrir rigningu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert