Utan alfaraleiðar, ofan við skógræktina í Esjuhlíðum, má sjá rauð ber sem líta út eins og villt jarðarber.
Ofar í hlíðinni má finna slík ber í snarbröttum skriðum innan um hávaxnari gróður, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Jóhann Pálsson grasafræðingur staðfestir að þetta séu jarðarber, en segir þau af annarri tegund en nú sé keypt í búðum eða ræktuð hér í görðum. Þessi ber hafi verið hér frá landnámsöld.