Enski poppsöngvarinn Ed Sheeran steig á svið um klukkan níu í kvöld og hefur glatt þær þúsundir tónleikagesta sem saman eru komnar á Laugardalsvelli.
Ljóst má vera af myndum að söngvarinn vekur ýmsar tilfinningar hjá aðdáendum sínum, en tár hafa jafnvel sést á hvarmi viðstaddra.
Ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is, Kristinn Magnússon, er á staðnum til að fanga stemninguna.
Rauðir lokkar söngvarans liðast í íslensku golunni. Eða er hann með vindvél?
mbl.is/Kristinn Magnússon
Þvílíkt mannhaf!
mbl.is/Kristinn Magnússon
Ár er síðan tilkynnt var um komu söngvarans til Íslands og hefur biðin eflaust verið löng og ströng fyrir aðdáendur.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Tónleikunum á að ljúka um kl. 23 samkvæmt auglýstri dagskrá.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Sheeran heldur svo aðra tónleika í dalnum á morgun.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Ef það næst ekki á mynd, þá gerðist það ekki, hugsa margir tónleikagestir.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Söngvarinn er einn sá vinsælasti í heiminum í dag.
mbl.is/Kristinn Magnússon
Tónleikum lokið og mannhafið flýtur af velli og út í nóttina.
mbl.is/Þorsteinn