Kom út í treyjunni við mikinn fögnuð

Sheeran kom til baka í treyjunni eftir uppklappið.
Sheeran kom til baka í treyjunni eftir uppklappið. mbl.is/Þorsteinn

Yfirgengileg fagnaðarlæti brutust út þegar enski söngvarinn Ed Sheeran mætti á sviðið klæddur landsliðstreyju íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eftir að hafa verið klappaður upp undir lok tónleika sinna á Laugardalsvellinum í kvöld.

Tónleikar söngvarans hófust um klukkan níu eftir upphitun þriggja annarra listamanna og stóðu yfir þar til klukkuna vantaði um korter í ellefu.

Sheeran hefur áður sést opinberlega í ís­lenska landsliðsbún­ingn­um, en hann birti mynd af sér í treyjunni þegar leik­ur Íslands og Króa­tíu fór fram á HM í knatt­spyrnu síðasta sumar. Sheer­an virðist halda mikið upp á bún­ing­inn og sást hann einnig treyj­unni í glerfínni góðgerðar­veislu Elt­ons Johns stuttu síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert