Krabbameinslyf þykir lofa góðu

Baldur Sveinbjörnsson krabbameinslæknir.
Baldur Sveinbjörnsson krabbameinslæknir. mbl.is/RAX

Baldur Sveinbjörnsson, einn stofnenda líftæknifyrirtækisins Lytix Biopharma, segir rannsóknir á nýju krabbameinslyfi fyrirtækisins lofa góðu.

Markmiðið sé að setja nýja lyfið á markað fyrir 2030, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Bandaríski vísindamaðurinn James Allison hefur nýverið gerst ráðgjafi Lytix Biopharma, en hann var meðal þeirra sem fengu síðast Nóbelsverðlaun í læknisfræði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert