Mótmæla komu Pence til Íslands

Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna.
Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna. AFP

Sam­tök­in '78 munu bregðast með ein­hverj­um hætti við því ef Mike Pence, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, kem­ur til lands­ins og munu jafn­vel boða til mót­mæla. Þetta seg­ir Þor­björg Þor­valds­dótt­ir, formaður sam­tak­anna, í Morg­un­blaðinu í dag.

Greint var frá því í vik­unni að Mike Pence væri á leið til lands­ins á næstu vik­um til að funda með Guðlaugi Þór Þórðar­syni ut­an­rík­is­ráðherra um viðskipta­sam­ráð Íslands og Banda­ríkj­anna. Pence er kunn­ur fyr­ir íhalds­sam­ar skoðanir og þá sér í lagi varðandi rétt­indi hinseg­in fólks. Þá er hann and­víg­ur fóst­ur­eyðing­um.

„Hann hef­ur mjög hættu­leg­ar skoðanir og hef­ur stutt mjög hættu­lega stefnu þannig að ég geri fylli­lega ráð fyr­ir að við mun­um bregðast við með ein­hverj­um hætti. Hvernig það verður er ekki ákveðið. Við erum svo­lítið að bíða eft­ir því að vita hvenær hann muni koma,“ seg­ir Þor­björg.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert