Ráða fólk til starfa

Ásdís Kristjáns­dótt­ir, for­stöðumaður efna­hags­sviðs Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir ekki horf­ur á jafn mikl­um sam­drætti og ótt­ast var í byrj­un árs. Dreg­in hafi verið upp dökk mynd í efna­hags­mál­um sem sé ekki að raun­ger­ast.

Katrín S. Óla­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Hagvangs, seg­ir vís­bend­ing­ar um bata­merki á vinnu­markaði. „Sum­arið hef­ur verið frek­ar ró­legt. Þess vegna hafði maður áhyggj­ur af því hvernig haustið myndi verða og seinni hluti árs­ins. Nú erum við hins veg­ar að upp­lifa breyt­ingu í ág­úst. Það lít­ur út fyr­ir að fyr­ir­tæk­in séu að koma sterk inn og að það sé tals­verð eft­ir­spurn eft­ir fólki og verið að ráða í störf sem hef­ur verið beðið með að ráða í yfir sum­ar­tím­ann.“

Óviss­an hafði nei­kvæð áhrif

Hall­dór Þorkels­son, fram­kvæmda­stjóri Capacent, seg­ir vís­bend­ing­ar um viðspyrnu. „Við fund­um það vissu­lega í upp­hafi árs að tveir meg­inþætt­ir höfðu áhrif á ráðning­ar. Ann­ars veg­ar fall WOW air og hins veg­ar kjaraviðræðurn­ar. Kjara­samn­ingslot­an var löng og óræðin. Þetta hafði aug­ljós­lega áhrif. Við fund­um að marg­ir um­bjóðenda okk­ar héldu að sér hönd­um. Svör­in voru að erfitt væri að taka ákv­arðanir við þess­ar aðstæður. Nú er að rofa til.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert