Ráða fólk til starfa

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir ekki horfur á jafn miklum samdrætti og óttast var í byrjun árs. Dregin hafi verið upp dökk mynd í efnahagsmálum sem sé ekki að raungerast.

Katrín S. Óladóttir, framkvæmdastjóri Hagvangs, segir vísbendingar um batamerki á vinnumarkaði. „Sumarið hefur verið frekar rólegt. Þess vegna hafði maður áhyggjur af því hvernig haustið myndi verða og seinni hluti ársins. Nú erum við hins vegar að upplifa breytingu í ágúst. Það lítur út fyrir að fyrirtækin séu að koma sterk inn og að það sé talsverð eftirspurn eftir fólki og verið að ráða í störf sem hefur verið beðið með að ráða í yfir sumartímann.“

Óvissan hafði neikvæð áhrif

Halldór Þorkelsson, framkvæmdastjóri Capacent, segir vísbendingar um viðspyrnu. „Við fundum það vissulega í upphafi árs að tveir meginþættir höfðu áhrif á ráðningar. Annars vegar fall WOW air og hins vegar kjaraviðræðurnar. Kjarasamningslotan var löng og óræðin. Þetta hafði augljóslega áhrif. Við fundum að margir umbjóðenda okkar héldu að sér höndum. Svörin voru að erfitt væri að taka ákvarðanir við þessar aðstæður. Nú er að rofa til.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert