Röðin rúmur hálfur kílómetri

Napur vindur lék um fólk í röðinni, en fáir ef …
Napur vindur lék um fólk í röðinni, en fáir ef einhverjir léta það á sig fá. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það er óhætt að segja að mikil spenna ríki meðal tónleikagesta vegna tónleika Ed Sheerans í kvöld og var röð gesta í bið eftir armböndum á tónleikana rúmur hálfur kílómetri að lengd þegar blaðamann bar að garði.

Þeir sem blaðamaður ræddi við fannst röðin ganga hratt miðað við aðstæður en gestir voru hátt í tvo klukkutíma að komast inn í Laugardalshöll til þess að vitja armbanda sinna.

Gunnhildur Óttarsdóttir, Guðrún Steinunn sigurgeirsdóttir, Björg Jökulrós Haraldsdóttir, Drífa Lýðsdóttir …
Gunnhildur Óttarsdóttir, Guðrún Steinunn sigurgeirsdóttir, Björg Jökulrós Haraldsdóttir, Drífa Lýðsdóttir og Jóhanna Karen Haraldsdóttir voru í bana stuði þrátt fyrir biðina. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum sjúklega spenntar,“ sagði Jóhanna Karen Haraldsdóttir sem var mætt ásamt vinkonum sínum í röðina fyrir utan Nýju Laugardalshöllina. Þær kváðust hafa beðið í um einn og hálfan tíma er blaðamaður hitti þær. „Röðin hreyfðist ekki, í smá tíma,“ bætti Jóhanna Karen við.

Vinkonurnar kváðust allar sannfærðar um að það væri þess virði að bíða svona lengi í röðinni og að þetta yrði mikil skemmtun.

Svava, Kristín og Eiríkur.
Svava, Kristín og Eiríkur. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta gekk ekki hratt til að byrja með, svo bara skotgekk þetta. Fyrsta hálftímann var maður stopp og búið að ganga vel eftir það,“ sagði Eiríkur, einn tónleikagestanna, í samtali við mbl.is.

Signý Gunnarsdóttir, Margrét Gígja Þórðardóttir og Soffía Gunnarsdóttir.
Signý Gunnarsdóttir, Margrét Gígja Þórðardóttir og Soffía Gunnarsdóttir. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við mættum klukkan hálf eitt og hvað er klukkan núna, hálf tvö,“ segir Margrét Gígja Þórðardóttir og hlær þegar hún er spurð hvenær þær mættu í röðina í dag. „Þetta er allt í lagi á meðan er ekki rigning,“ sagði Signý Gunnarsdóttir. „Já þetta er fínt á meðan er gott veður, ef það væri rigning þá væri ég ekki hérna,“ bætti Margrét Gígja við.

Vegna mikils fjölda gesta á tónleikana getur verið strembið að finna bílastæði og fóru fyrstu strætisvagnarnir af stað frá Kringlunni í átt að tónleikasvæðinu fyrir skömmu.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert