Leit að hefjast við Þingvallavatn

Frá leitinni við ÞIngvallavatn í gær.
Frá leitinni við ÞIngvallavatn í gær. mbl.is/Sigurður Bogi

Leit er að hefjast á nýjan leik við Þingvallavatn eftir að mannlaus bátur fannst þar í gær.

Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurlandi, verður genginn hringurinn í kringum vatnið, auk þess sem siglt verður yfir vatnið í leit að manni sem er talinn hafa verið í bátnum.

Boð hefur verið sent út til björgunarsveita á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu um að taka þátt í leitinni. 

Aðspurður segir hann ekki ljóst hvort óskað verði eftir því að þyrla Landhelgisgæslunnar taki þátt í leitinni.

Engar ábendingar hafa borist lögreglunni vegna atviksins.

mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert