Mun styttri röð fyrir tónleikana í kvöld

Fólk á leið á tónleika söngvarans í kvöld virðist ekki …
Fólk á leið á tónleika söngvarans í kvöld virðist ekki þurfa að bíða lengi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lítil sem engin röð var á aðra tónleika Ed Sheeran í Laugardal þegar ljósmyndari mbl.is leit þar við á áttunda tímanum í kvöld. Allt önnur sjón blasti við um sama leyti í gær, þegar þúsundir biðu eftir að komast inn á leikvanginn í röð sem teygði sig suður eftir Engjavegi og alla leið fram hjá Glæsibæ.

Borið hefur á óánægju tónleikagesta vegna þessa, eins og heyra má á viðmælanda mbl.is sem sótti tónleikana í gær ásamt sonum sínum tveimur og móður.

Öryggisleit fyrir tónleikana eftir klukkan átta í gærkvöldi hefur verið …
Öryggisleit fyrir tónleikana eftir klukkan átta í gærkvöldi hefur verið sögð í skötulíki. Engar fregnar hafa borist um leitina í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert