Ed Sheeran í skýjunum

Ed Sheeran á Laugardalsvellinum.
Ed Sheeran á Laugardalsvellinum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ed Sheer­an var í skýj­un­um með tón­leik­ana sína á Laug­ar­dals­vell­in­um um helg­ina og veru sína hér á landi al­mennt. Þetta seg­ir Ísleif­ur B. Þór­halls­son hjá Senu Live.

„Við hitt­um hann aðeins baksviðs og feng­um eina mynd með hon­um fyr­ir fyrri tón­leik­ana. Hann var ótrú­lega vina­leg­ur og glaður og þakk­lát­ur og auðmjúk­ur. Það var eins og maður væri að spjalla við gaml­an kunn­ingja. All­ir í kring­um hann voru rosa­lega vina­leg­ir og fín­ir og allt var ros­lega fag­mann­legt og þægi­legt,“ seg­ir Ísleif­ur.

Vinna við að ganga frá eftir tónleikana er í fullum …
Vinna við að ganga frá eft­ir tón­leik­ana er í full­um gangi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Mun opna alls kon­ar dyr

Hann bæt­ir við að fyr­ir­tækið AEG sem starfaði með Senu Live við skipu­lag­ing­una hafi einnig verið í skýj­un­um. „Þau kvöddu okk­ur og sögðu að við vær­um traust­ur sam­starfsaðili þeirra. Við mun­um vinna meira með þeim og þetta mun ör­ugg­lega opna alls kon­ar dyr.“

Spurður hvort aðrir risa­tón­leik­ar verði ekki á Laug­ar­dals­velli næsta sum­ar seg­ir Ísleif­ur að Sena Live hafi viljað fresta viðræðum þangað til tón­leik­un­um með Sheer­an yrði lokið. „Nú för­um við í það að spjalla við alla. Nú vit­um við al­veg að Ísland ræður al­veg við þetta og völl­ur­inn er frá­bær, hann hent­ar bara mjög vel. Það er átak að koma hon­um í stand fyr­ir tón­leika en hann er mjög góður fyr­ir þetta og sam­starfið við KSÍ var rosa­lega gott,“ grein­ir hann frá.

„Nú standa all­ar dyr opn­ar en það breyt­ir því ekki að það eru bara 360 þúsund manns á þessu landi og tak­mörk fyr­ir því hvað markaður­inn þolir. Það eru ekki marg­ar vik­ur á ári þar sem þú get­ur verið nokkuð ör­ugg­ur um að veðrið sé gott. Þannig að það eru ýms­ar tak­mark­an­ir á því hvað hægt er að gera en núna vit­um við hvað við ráðum við, hvaða lista­mann sem er, í raun og veru.“  

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

100 manns að störf­um í dag

Vinna við að taka niður sviðið og ann­an búnað hófst strax að lokn­um seinni tón­leik­un­um og unnu tug­ir manna eins hratt og þeir gátu til klukk­an fjög­ur eða fimm í nótt. Nýir starfs­menn mættu á svæðið klukk­an átta og í dag verða um 100 manns að störf­um, að sögn Ísleifs.

„Það er leik­ur á vell­in­um næstu helgi þannig að það er enn þá smá pressa en allt geng­ur vel,“ seg­ir Ísleif­ur hress og reikn­ar með að allt klárist á morg­un.

mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert