Ný meðferð við heilablóðfalli

Indverji á sjúkrabeði eftir að hafa fengið heilablóðfall í kjölfar …
Indverji á sjúkrabeði eftir að hafa fengið heilablóðfall í kjölfar hitabylgju í Churu í Rajasthan í sumar AFP

Stofnfrumumeðferð við blóðþurrðarheilablóðfalli hefur sýnt árangur í Bandaríkjunum og á Bretlandi, að því er breska blaðið The Telegraph greinir frá.

Meðferðin, sem er á tilraunastigi, hefur fengið flýtimeðferð hjá lyfjayfirvöldum í Bandaríkjunum svo umfangsmeiri rannsóknir geti hafist fyrr.

Axel F. Sigurðsson, hjartalæknir, segir að meðferðin gæti orðið til þess að færri sjúklingar en áður þurfi að upplifa varanlegar afleiðingar heilablóðfalls, batahorfur verði betri og fötlun í kjölfar heilablóðfalls sjaldgæfari. Hann segir að verði sýnt fram á að stofnfrumumeðferð af þessu tagi sé gagnleg megi líta á það sem byltingu í meðferð heilablóðfalls. Hann tók þó fram að ýmiskonar frekari prófanir þyrfti að gera til að staðfesta að meðferðin bæri árangur og að hún væri án teljandi áhættu fyrir sjúklinginn.

Þó er mikilvægt að sjúklingar gangist undir segaleysandi meðferð fjórum tímum eftir heilablóðfall, til þess að koma í veg fyrir að heilavefur skemmist, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert