Slökkviskjólan kom að góðum notum

Áhöfnin á TF-LIF tók mynd úr lofti af svæðinu eftir …
Áhöfnin á TF-LIF tók mynd úr lofti af svæðinu eftir að slökkvistarfi lauk en græna slikjan sýnir svæðið þar sem vatn fór á óbrunninn mosann og hefti útbreiðslu eldsins. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Svo­kölluð slökkviskjóla kom að góðum not­um á laug­ar­dag þegar slökkviliðsstjór­inn í Grinda­vík óskaði eft­ir aðstoð Land­helg­is­gæsl­unn­ar vegna elds sem logaði í djúp­um mosa aust­an Djúpa­vatns við Lækj­ar­velli. 

Áhöfn­in á TF-LIF, þyrlu Land­helg­is­gæsl­unn­ar, var send til að aðstoða við slökkvistarf og hefta út­breiðslu elds­ins þar sem erfiðlega gekk að koma slökkvi­bíl­um slökkviliðs Grinda­vík­ur á vett­vang. 

Áhöfn­in á þyrlunni lenti við Kleif­ar­vatn þar sem slökkviskjól­an var gerð klár og hengd und­ir vél­ina. Að því búnu var hún fyllt af vatni og flogið með hana sjö ferðir að eld­in­um. Greiðlega gekk að hefta út­breiðsluna og slökkva eld­inn. 

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá Land­helg­is­gæsl­unni að sam­skipti áhafn­ar, slökkviliðsmanna og stjórn­stöðvar Land­helg­is­gæsl­unn­ar gengu afar vel fyr­ir sig og lauk aðgerðum þyrlunn­ar á tí­unda tím­an­um um kvöldið. 

Þyrlu­áhafn­ir Land­helg­is­gæsl­unn­ar hafa nokkr­um sinn­um í sum­ar æft viðbrögð við gróðureld­um þar sem slökkviskjól­an er notuð. 

Frá æfingu þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar fyrr í sumar þar sem slökkviskjólan …
Frá æf­ingu þyrlu­áhöfn Land­helg­is­gæsl­unn­ar fyrr í sum­ar þar sem slökkviskjól­an er notuð. Ljós­mynd/​Land­helg­is­gæsl­an
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert