Um 40% Norðlendinga að vænlegast sé að ráðast í gerð 10 kílómetra jarðganga undir Öxnadalsheiði og 36% þeirra segja það sama um gerð nýs vegar um Húnavallaleið sunnan Blönduóss, að því er fram kemur í nýrri könnun sem Gallup vann fyrir Samgöngufélagið um viðhorf íbúa á Norðurlandi til vegamála í landshlutanum.
Voru þátttakendur beðnir í fyrstu spurningu að velja tvær framkvæmdir sem þeir telja vænlegastar.
Þá telja 30,4% svarenda gerð 15 til 20 kílómetra vegganga undir Tröllaskaga milli Sauðakróks og Akureyrar vænlegan kost, 30% lækkun vegar um Holtavörðuheiði, 22,8% uppbyggingu Kjalvegar milli Blöndudals og Gullfoss, 13,9% gerð nýs vegar sunnan Varmahlíðar í skagafirði og 7,4% töldu ekkert verkefnanna vænlegan kost.
Einnig var spurt sértaklega um viðhorf til nýs vegar sunnan Blönduóss sem myndi stytta hringvegin um allt að 14 kílómetra. Sögðust 66,2% svarenda vera hlynntir slíkri framkvæmd, 11,6% andvígir og 22,2% tóku ekki afstöðu.
Könnunin var framkvæmd 5. júlí til 8. ágúst og voru 785 einstaklingar 18 ára og eldri búsettir á Norðurlandi valdir af handahófi úr viðhorfahópi Gallup. Fjöldi þeirra sem svöruðu var 425 en 360 svöruðu ekki. Þátttökuhlutfall var því 54,1%.