Vilja göng undir Öxnadalsheiði

Færð um Öxnadalsheiði yrði líklega ekki mikið áhyggjuefni ökumanna ef …
Færð um Öxnadalsheiði yrði líklega ekki mikið áhyggjuefni ökumanna ef göng væru undir henni. mbl.is/Sigurður Bogi

Um 40% Norðlendinga að vænlegast sé að ráðast í gerð 10 kílómetra jarðganga undir Öxnadalsheiði og 36% þeirra segja það sama um gerð nýs vegar um Húnavallaleið sunnan Blönduóss, að því er fram kemur í nýrri könnun sem Gallup vann fyrir Samgöngufélagið um viðhorf íbúa á Norðurlandi til vegamála í landshlutanum.

Voru þátttakendur beðnir í fyrstu spurningu að velja tvær framkvæmdir sem þeir telja vænlegastar.

Þá telja 30,4% svarenda gerð 15 til 20 kílómetra vegganga undir Tröllaskaga milli Sauðakróks og Akureyrar vænlegan kost, 30% lækkun vegar um Holtavörðuheiði, 22,8% uppbyggingu Kjalvegar milli Blöndudals og Gullfoss, 13,9% gerð nýs vegar sunnan Varmahlíðar í skagafirði og 7,4% töldu ekkert verkefnanna vænlegan kost.

Nýjan veg sunnan Blönduóss

Einnig var spurt sértaklega um viðhorf til nýs vegar sunnan Blönduóss sem myndi stytta hringvegin um allt að 14 kílómetra. Sögðust 66,2% svarenda vera hlynntir slíkri framkvæmd, 11,6% andvígir og 22,2% tóku ekki afstöðu.

Könnunin var framkvæmd 5. júlí til 8. ágúst og voru 785 einstaklingar 18 ára og eldri búsettir á Norðurlandi valdir af handahófi úr viðhorfahópi Gallup. Fjöldi þeirra sem svöruðu var 425 en 360 svöruðu ekki. Þátttökuhlutfall var því 54,1%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert