Byggir þrjú fjölbýlishús í Vík

Verið er að leggja lokahönd á byggingu húss sem er …
Verið er að leggja lokahönd á byggingu húss sem er númer tvö í röðinni. Mbl.is/Jónas Erlendsson

Framkvæmdum við byggingu tíu íbúða fjölbýlishúss við Sléttuveg í Vík í Mýrdal er nú að ljúka og fyrstu íbúarnir flytja inn um komandi mánaðamót.

Þetta er önnur blokkin af þremur sem Sigurður Elías Guðmundsson, veitingamaður og hótelstjóri, lætur reisa, en íbúðirnar þar eru leigðar út bæði til ferðamanna um skemmri tíma en eru einnig í langtímaleigu til fólks sem býr og starfar á svæðinu.

„Húsnæðisskorturinn hér í Vík hefur verið mikill. Það var ástand sem þurfti að bregðast við, einfaldlega svo samfélagið virkaði sem skyldi,“ segir Sigurður Elías í Morgunblaðinu í dag. Í fjölbýlishúsinu sem reist var í fyrra eru fimmtán íbúðir á bilinu 30 til 88 fermetrar – þar af fimm sem leigðar eru út til ferðamanna. Í hinum tíu býr svo fólk sem margt starfar við ferðaþjónustuna á staðnum, þjónustu og fleiri greinar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert