Tollkvótarnir verði opnir allt árið

Lambakjöt.
Lambakjöt.

Gagnrýnivert er að þrengt skuli að innflutningi á kjöti í lagafrumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra um breytingu á úthlutun tollkvóta.

Þetta er mat Félags atvinnurekenda sem dregur í efa að hagur neytenda vænkist og samkeppni eflist eins og eru sögð vera markmið frumvarpsins. Þar er gert ráð fyrir að hætt verði útgáfu kvóta á lægri tollum fyrir nauta-, alifugla- og svínakjöt á þeim tímum þegar innlend framleiðsla dugar ekki.

Félag atvinnurekenda segir að síðustu árin hafi allstór hluti innflutnings á nauta-, svína- og alifuglakjöti verið á opnum tollkvóta vegna þess að innlendir framleiðendur hafi ekki annað eftirspurn, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert