„Við höfum fengið margar athugasemdir út af þessu. Það hefur sérstaklega aukist með léttvínið eftir að „happy hour“ fór að njóta vinsælda.
Það má segja neytendum til hróss að þeir eru duglegir að láta í sér heyra ef þeir eru ósáttir,“ segir Bjarni Bentsson, sérfræðingur hjá Neytendastofu, en stofnunin hefur fengið ábendingar um að notkun vínmála sé ábótavant á stöðum, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta efni í Morgunblaðinu í dag.