Nám ætti að vera líkara vaxtarlínu barns

Nemendur ættu að hafa tækifæri til að læra á fjölbreyttari …
Nemendur ættu að hafa tækifæri til að læra á fjölbreyttari hátt en áður fyrr mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Sömu viðmið ættu að vera í námi og notuð eru vegna vaxtarkúrfu ungbarna. Þar þykir eðlilegt að börn geti bæði verið undir henni og yfir, en það eina sem skiptir máli er að vaxtarlína barnsins sé samfelld og ef svo er ekki er gripið til ráðstafana.“

Þetta segir Kristrún Lind Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Tröppu á Akureyri, sem veitir sérfræðiþjónustu í skólamálum til starfsfólks, kennara, skólastjóra og sveitarstjórnarmanna auk þess að sinna fjarkennslu til þriggja fámennra skóla á landsbyggðinni.

Starfsemi Tröppu í Reykjavík snýr að fjarþjálfun í gegnum netið fyrir börn og fullorðna. Tinna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri í Reykjavík, segir að til þess sé notaður fjarfundabúnaðurinn „Kara connect“ sem vottaður sé af landlækni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert