Prófa Mars-farann á Lambahrauni

Vísindamenn á vegum NASA, Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, eru staddir hér á landi vegna undirbúnings leiðangurs til Mars sem farinn verður árið 2020.

Á Lambahrauni við rætur Langjökuls prófa þeir búnað fyrir lítinn jeppa sem nota á í leiðangurinn, en þeir segja aðstæður á Íslandi svipa til þeirra sem finnast á Mars.

Jeppinn sem nú kannar aðstæður á Lambahrauni er frumgerð jeppans sem sendur verður til mars, en þar á myndavélakerfi hans að geta búið til þrívið kort af landinu framan við jeppann, en það er einmitt myndavélabúnaðurinn sem verið er að prófa.

Í myndskeiði AFP, sem sjá má hér að ofan, er rætt við Adam Deslauriers, vísindamann hjá Canada's Mission Control Space Services sem sér um prófanir á jeppanum. Hann segir aðstæður á Lambahrauni góða hliðstæðu þess sem sést á Mars og henti vel fyrir undirbúninginn.

Tilgangur leiðangursins, sem ætlað er að hefjist í júlí eða ágúst á næsta ári, er að leita að ummerkjum um lífverur á Mars, sem og að afla upplýsinga um aðstæður til að undirbúa leiðangur manna á plánetuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert