Helmingur mætti ekki

Már Guðmundsson seðlabankastjóri er nú í fundaferð
Már Guðmundsson seðlabankastjóri er nú í fundaferð mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir af fjórum fundarstjórum í fundaherferð seðlabankastjóra hafa forfallast. Ritstjóri Seðlabanka Íslands, Stefán Jóhann Stefánsson, stýrði fundi seðlabankastjóra á Ísafirði í forföllum Einars K. Guðfinnssonar.

Snorri Styrkársson, fjármálastjóri Fjarðabyggðar, stýrði fundi á Neskaupstað í forföllum Smára Geirssonar. Óbreytt dagskrá var á Akureyri þar sem Valgerður Sverrisdóttir stýrði fundi og þá segist Guðni Ágústsson ákveðinn í að stýra síðasta fundi ferðarinnar í Árborg nk. mánudag – komi ekkert óvænt upp á.

„Fundirnir hafa verið mjög gagnlegir og fundargestir lýst yfir ánægju með þá. Það hefur ekki aðeins verið skýrt frá endurreisn fjármálakerfisins og efnahagslífsins eftir fjármálahrunið, þar með talið að setja á og losa fjármagnshöft, heldur hefur fundarfólk einnig komið með áhugaverðar og gagnlegar spurningar um gengis- og gjaldmiðlamál, ýmis úrlausnarmál eftir hrunið, svo sem starfsemi gjaldeyriseftirlits, um áhrifin af Brexit, vaxta- og skuldamál og margt fleira,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabankans, í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert