Helmingur mætti ekki

Már Guðmundsson seðlabankastjóri er nú í fundaferð
Már Guðmundsson seðlabankastjóri er nú í fundaferð mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir af fjór­um fund­ar­stjór­um í funda­her­ferð seðlabanka­stjóra hafa for­fall­ast. Rit­stjóri Seðlabanka Íslands, Stefán Jó­hann Stef­áns­son, stýrði fundi seðlabanka­stjóra á Ísaf­irði í for­föll­um Ein­ars K. Guðfinns­son­ar.

Snorri Styr­kárs­son, fjár­mála­stjóri Fjarðabyggðar, stýrði fundi á Nes­kaupstað í for­föll­um Smára Geirs­son­ar. Óbreytt dag­skrá var á Ak­ur­eyri þar sem Val­gerður Sverr­is­dótt­ir stýrði fundi og þá seg­ist Guðni Ágústs­son ákveðinn í að stýra síðasta fundi ferðar­inn­ar í Árborg nk. mánu­dag – komi ekk­ert óvænt upp á.

„Fund­irn­ir hafa verið mjög gagn­leg­ir og fund­ar­gest­ir lýst yfir ánægju með þá. Það hef­ur ekki aðeins verið skýrt frá end­ur­reisn fjár­mála­kerf­is­ins og efna­hags­lífs­ins eft­ir fjár­mála­hrunið, þar með talið að setja á og losa fjár­magns­höft, held­ur hef­ur fund­ar­fólk einnig komið með áhuga­verðar og gagn­leg­ar spurn­ing­ar um geng­is- og gjald­miðlamál, ýmis úr­lausn­ar­mál eft­ir hrunið, svo sem starf­semi gjald­eyris­eft­ir­lits, um áhrif­in af Brex­it, vaxta- og skulda­mál og margt fleira,“ seg­ir Stefán Jó­hann Stef­áns­son, rit­stjóri Seðlabank­ans, í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert