Samvinna er lykilorðið

Gunnhildur Einarsdóttir, Kristjana Helgadóttir, Ingólfur Vilhjálmsson og Matthias Engler.
Gunnhildur Einarsdóttir, Kristjana Helgadóttir, Ingólfur Vilhjálmsson og Matthias Engler. Ljósmynd/Phil Dera

Íslensk-þýska hljóm­sveit­in En­semble Adap­ter, sem ein­beit­ir sér að nú­tíma­tónlist inn­an klass­ískr­ar tón­list­ar, hef­ur vakið mikla at­hygli í Evr­ópu og víðar. Fyr­ir skömmu gekkst hún fyr­ir sér­stök­um tón­leik­um, Global Adap­ter, með kamm­er­hóp­un­um Distract­fold frá Manchester á Englandi og Dal Niente frá Chicago í Banda­ríkj­un­um.

Þann 1. sept­em­ber nk. verður seinni hluti tón­leik­anna á sama stað í Berlín, en þá með Ice En­semble frá New York og En­semble Off­spring frá Ástr­al­íu.

Að loknu námi í Hollandi fluttu hjón­in Gunn­hild­ur Ein­ars­dótt­ir hörpu­leik­ari og Matt­hi­as Engler slag­verks­leik­ari til Berlín­ar og stofnuðu En­semble Adap­ter 2004. Þau fengu Kristjönu Helga­dótt­ur flautu­leik­ara og Ingólf Vil­hjálms­son klar­in­ett­leik­ara til liðs við sig og eft­ir því sem verk­efn­um fjölgaði fluttu þau líka til höfuðborg­ar Þýska­lands.

Gunn­hild­ur seg­ir að sam­vinn­an með kamm­er­hóp­un­um hafi verið hugsuð til þess að læra hvert af öðru. „Sam­vinna er lyk­il­orð í okk­ar vinnu og hef­ur verið rauður þráður í vinn­unni frá byrj­un,“ seg­ir hún. Þau hafi enda alla tíð unnið mikið með tón­skáld­um að sköp­un tón­verka. „Það er gam­an að vera hluti af ferl­inu,“ held­ur hún áfram og bend­ir á að mik­ill mun­ur sé á tón­list­ar­sen­unni á milli landa. „Við höf­um lært mikið af þessu.“

Sjá sam­tal við Gunn­hildi í heild á baksíðu Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert