Vill að brugðist sé við óheilbrigðri samkeppni

Arnþrúður Karlsdóttir
Arnþrúður Karlsdóttir mbl.is/RAX

Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, gagnrýnir stjórnvöld fyrir að bregðast ekki við ábendingum um óheilbrigt rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Þá meðal annars varðandi undanþágu frá samkeppnislögum svo stórfyrirtækin geti mælt saman hlustun.

RÚV taki þátt í þessum könnunum sem mæli ekki smærri fyrirtækin, með alvarlegum afleiðingum.

„Það er fyrir neðan allar hellur að RÚV hafi nýtt sér undanþágu frá samkeppnislögum síðastliðin 10 ár. Þetta eru miklar hindranir enda fáum við ekki auglýsingar hjá auglýsingastofunum þegar þær kynna auglýsingamöguleika fyrir stórfyrirtækjum, þar sem Gallup mælir okkur ekki,“ segir Arnþrúður.

Lengi bent á skekkjuna

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir eftirlitið lengi hafa „bent á þá samkeppnisskekkju sem leiðir af því að RÚV með sínar opinberu tekjur taki þátt í samkeppni á auglýsingamarkaði“.

Samkeppniseftirlitið hafi m.a. fylgt þessum sjónarmiðum eftir þegar lög um RÚV hafi verið til umfjöllunar, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert