Andlát: Herdís Tryggvadóttir

Herdís Tryggvadóttir
Herdís Tryggvadóttir

Herdís Tryggvadóttir, hugsjóna- og baráttukona á sviði mannúðarmála, lést 15. ágúst sl. á nítugasta og öðru aldursári.

Herdís fæddist í Reykjavík 29. janúar 1928, dóttir hjónanna Herdísar Ásgeirsdóttur og Tryggva Ófeigssonar athafnamanns, sem rak togaraútgerðina Júpíter og Mars og frystihús á Kirkjusandi.

Herdís var við nám í húsmæðraskóla Skarhult í Svíþjóð eftir seinni heimsstyrjöldina og lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands 1950. Hún lagði síðar stund á nám í ensku við Háskóla Íslands. Herdís vann að mannúðarmálum, einkum tengdum kirkjunni. Hún átti þátt í stofnun safnaðar Grænáss á Keflavíkurflugvelli og var þar sóknarnefndarformaður. Herdís studdi heilsugæsluverkefni á vegum Kristniboðssambandsins í Afríku, beitti sér innan samtakanna Herferð gegn hungri og átti þátt í stofnun samtaka gegn limlestingu á kynfærum kvenna.

Herdís var stofnaðili að friðarsveitum Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og tók þátt í starfi bænahóps fyrir sjúka í Hallgrímskirkju um langt árabil. Herdís tók virkan þátt í náttúruverndarbaráttu og birti fjölda blaðagreina um hugðarefni sín, þ.ám. um dýravernd, en hún neytti ekki kjöts frá unga aldri.

Herdís var gift Þorgeiri Þorsteinssyni, lögreglustjóra og sýslumanni á Keflavíkurflugvelli, syni Þorsteins Jónssonar, fyrrverandi kaupfélagsstjóra KHB, og Sigríðar Þorvarðardóttur Kjerúlf, en þau skildu.

Herdís og Þorgeir eignuðust fjögur börn. Þau eru: Herdís, f. 1954, mannréttindalögfræðingur, Þorsteinn, f. 1955, hagfræðingur, Sigríður, f. 1958, prófessor, og Ófeigur Tryggvi, f. 1960, læknir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert