Eiríkur skipaður dómari við Landsrétt

Eiríkur Jónsson prófessor.
Eiríkur Jónsson prófessor. mbl.is/Eggert

Eiríkur Jónsson prófessor hefur verið skipaður dómari við Landsrétt frá og með 1. september en dómnefnd sem fjallar um hæfni umsækjenda um dómaraembætti mat Eirík hæfastan til að gegna embættinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Þar segir að forseti Íslands hafi fallist á tillögu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur dómsmálaráðherra um að Eiríkur Jónsson, prófessor, verði skipaður dómari.

Aðrir umsækjendur um embættið voru: Ásmundur Helgason, Ástráður Haraldsson, Guðmundur Sigurðsson, Jón Höskuldsson og Jónas Jóhannsson.

Eiríkur kemur í stað Vilhjálms Vilhjálmssonar sem hættir vegna aldurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert