Fengu 180 milljóna króna innspýtingu

Tvö skemmtiferðaskip voru í höfn í gær. Þau skapa fjölda …
Tvö skemmtiferðaskip voru í höfn í gær. Þau skapa fjölda fólks vinnu og stækka norðlenska hagkerfið. mbl.is/Þorgeir

„Það má alveg reikna með að þessi þrjú skip hafi skilað samanlagt um 180 milljónum króna í norðlenska hagkerfið og skapað fjölda manns vinnu.“

Þetta segir Pétur Ólafsson, hafnarstjóri á Akureyri, í samtali í Morgunblaðinu í dag.

Vísar hann í máli sínu til þess að í þessari viku komu þrjú stór skemmtiferðaskip til Akureyrar með hátt í ellefu þúsund manns, farþega og áhafnir. Er koma skipa mikil lyftistöng fyrir hafnir og bæi úti á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert