Fjörutíu atriði skráð til þátttöku

mbl.is/Hanna

Gleðiganga Hinsegin daga mun á morgun liðast um miðborg Reykjavíkur með tilheyrandi tónlist, söng og gleði segir í fréttatilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. Þar segir að 40 atriði séu að þessu sinni skráð til þátttöku í göngunni og hafi þau aldrei verið fleiri.

„Þá er gönguleið ársins ný og töluvert lengri en fyrri leiðir gleðigöngunnar. Að þessu sinni hefst gangan við Hallgrímskirkju kl. 14 og verður gengið niður Skólavörðustíg og Bankastræti, suður Lækjargötu, Fríkirkjuveg og Sóleyjargötu að Hljómskálagarðinum. Að gleðigöngu lokinni bjóða Hinsegin dagar til útitónleika í Hljómskálagarðinum þar sem fram koma Hatari, Páll Óskar, Aaron Ísak, Daði Freyr, Vök, Heklina, Beta og Una Stef. Kynnir tónleikanna verður útvarpsmaðurinn og plötusnúðurinn Siggi Gunnars,“ segir enn fremur.

Þá segir að gestir séu hvattir til þess að mæta tímanlega í bæinn til þess að taka þátt í Gleðigöngunni og hlýða á útitónleikana. Bent er á að NOVA og Hinsegin dagar muni standa fyrir upphitun fyrir gleðigönguna á Klapparstíg þar sem tónlistin mun óma á milli kl. 12 og 14.

Gönguleið Gleðigöngunnar.
Gönguleið Gleðigöngunnar. Kost/Hinsegin dagar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka