„Fundurinn var fámennari en við hefðum viljað. Fundur ráðherra Sjálfstæðisflokksins á sama tíma í Fjarðabyggð og fundur Sigurðar Ingi Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra með sveitarstjórnarfólki á Austurlandi skýrir að einhverju leyti dræma fundarsókn.“
Þetta segir Snorri Styrkársson, sem stýrði fundi í forföllum Smára Geirssonar á þriðja fundi af fjórum í hringferð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins voru fundargestir um 10 talsins. Hafa nú alls tæplega 50 manns sótt þrjá fundi, en fundaröð Más lýkur í Árborg á mánudag.