Bílstjóri Dr Strangelove

mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Vil­hjálm­ur Stef­áns­son er ís­len­skættaður listamaður frá Berkeley í Kali­forn­íu. Um helg­ina verður sýn­ing á verk­um hans opnuð í Hann­es­ar­holti, en sýn­ing­in, sem spann­ar lang­an fer­il lista­manns­ins, mun standa yfir til 31. ág­úst.  

Jón lagði stund á mynd­list í UC Berkeley-lista­aka­demí­unni á tím­um mik­illa óeirða, nem­enda­upp­reisna og mót­mæla. „Ég var í miðju óeirðanna. Ég skapaði list í vöru­skemmu í Oak­land, rétt hjá höfuðstöðvum Svörtu par­dus­anna, ég fór á Gra­tef­ul Dead-tón­leika, ég var hippi með sítt hár en tók aldrei virk­an þátt í mót­mæl­un­um. Ég svaraði óeirðunum með list­sköp­un,“ rifjar Jón upp.

„Ég kunni aldrei sér­stak­lega að meta mót­mæl­in. Ég vildi læra, ég vildi skapa list og ég var hrædd­ur um að valda móður minni vand­ræðum. Hefði ég tekið þátt í mót­mæl­un­um hefði ég misst vinnu mína hjá há­skól­an­um, ég hefði held­ur ekki getað verið nem­andi þar leng­ur.“
Marg­ir í kring­um hann voru virk­ir þátt­tak­end­ur í mót­mæl­un­um. „Sum þeirra eru jafn­vel ennþá í stjórn­mál­um. En það voru líka marg­ir á jaðrin­um, eins og ég, sem flutu í gegn­um þetta tíma­bil. Við vor­um áhorf­end­ur frek­ar en þátt­tak­end­ur.

Það var yf­ir­leitt mjög gam­an að al­ast upp í Berkeley. Fyr­ir utan óeirðirn­ar,“ bæt­ir Jón lát­laust við

Skutlaði föður vetn­is­sprengj­unn­ar

Á sjö­unda ára­tugn­um starfaði Jón sem bíl­stjóri í Berkeley, en meðal farþega hans var ung­verski eðlis­fræðing­ur­inn Edw­ard Tell­er, sem er að mörg­um tal­inn faðir vetn­is­sprengj­unn­ar. Tell­er er fyr­ir­mynd kvik­mynda­per­són­unn­ar Dr Strang­elove í sam­nefndri mynd Stanley Ku­brick.

„Ég keyrði Tell­er til og frá vinnu, og í raun­inni út um allt, seg­ir Jón. „Hann var mjög lík­ur Dr Strang­elove í hegðun. Hann var mjög ákaf­ur. Hann skipti oft um umræðuefni tvisvar eða þris­var sinn­um í hverri setn­ingu. En hann var ótrú­lega áhrifa­mik­ill.“

Edw­ard Tell­er var einn helsti mál­svari kjarn­orku­vopna á tím­um kalda stríðsins og hafði mik­il áhrif í stig­mögn­un á fram­leiðslu kjarn­orku­vopna Banda­ríkja­manna.

„Hann var mjög ræðinn á morgn­ana, næst­um því kát­ur, en þegar ég keyrði hann heim var hann út­brunn­inn. Þá var hann oft ön­ug­ur og þreytt­ur,“ rifjar Jón upp. „Hann var úr öðrum heimi, hand­an þess sem ég gat nokk­urn tíma skilið.“

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka