„Breytingar á skipuriti geta haft mikil áhrif á öryggi“

Guðbjörg segir öryggi og niðurskurð ekki ákjósanlegt par.
Guðbjörg segir öryggi og niðurskurð ekki ákjósanlegt par. mbl.is/Sigurður Bogi

„Það fer ekki saman að ætla að veita þjónustu af öryggi og miklum gæðum á sama tíma og mikill niðurskurður er. Þarna er hárfín lína á milli og við munum fylgjast með því,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Fyrirhugaðar eru breytingar vegna rekstrarhalla Landspítalans en þær voru kynntar fyrir fulltrúum heilbrigðisráðuneytisins á fimmtudag. Í breytingunum felst meðal annars að framkvæmdastjórum á Landspítalanum verður fækkað um nær helming og sviðsskrifstofum úr níu í tvær til þrjár í þeim tilgangi að ná samlegð.

Hvorki Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga né Læknafélag Íslands hefur fengið formlega kynningu á breytingunum sem Guðbjörg segir ekkert annað en niðurskurð. „Breytingar á skipuriti geta haft mikil áhrif á öryggi og starfshætti á spítalanum og eðlilegt að það sé gert í nánu samstarfi, eða að félögunum sé haldið upplýstum á öllum stigum,“ segir Reynir Arngrímsson, formaður Læknafélags Íslands, í um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert