Segir Rómafólk á Íslandi vera huldufólk

140 þátttakendur frá 33 löndum sækja ráðstefnuna í Veröld.
140 þátttakendur frá 33 löndum sækja ráðstefnuna í Veröld. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Að minnsta kosti 400 einstaklingar af Róma-uppruna búa í dag hér á landi. Þetta staðfestir Sofiya Zahova, rannsóknarsérfræðingur við Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum. 

Hún er aðalskipuleggjandi árlegrar ráðstefnu Gypsy Lore Society, alþjóðlegra samtaka um málefni Rómafólks, eða sígauna.

Ráðstefnan hefur nú staðið yfir frá því á fimmtudag í Veröld – húsi Vigdísar en henni lýkur formlega í dag. Er ráðstefnan sú stærsta sem haldin er í heiminum; flestir sérfræðingar heims í málefnum Rómafólks sækja ráðstefnuna og þar verða 140 þátttakendur frá 33 löndum.

Sofiya, sem er sjálf túlkur fyrir samfélag Rómafólks á Íslandi, segir að líklega séu töluvert fleiri en 400 af Róma-uppruna á Íslandi. Segir hún að samfélag Rómafólks hér á landi hafi lítið sem ekkert verið rannsakað og segir fólk af þessum uppruna vera eins konar huldufólk. Það sé ósýnilegur hópur sem komi til landsins í leit að vinnu og vilji síður láta uppruna sinn í ljós vegna fordóma.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert