Tekur ekki bara fallegar myndir

Chris Burkard er hrifinn af landi og þjóð.
Chris Burkard er hrifinn af landi og þjóð. Árni Sæberg

Kaliforníubúinn Chris Burkard, ljósmyndari og mikill ævintýramaður, ferðast til allra heimshorna til að taka ótrúlegar landslagsmyndir sem og myndir af fólki við krefjandi aðstæður. Hann nýtur gífurlegra vinsælda, heldur úti instagram reikningi með milljónum fylgenda og hefur unnið fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum heims.

En Chris lætur sér þetta ekki nægja. Hann hefur nú tekið upp hjólreiðar af miklum krafti og gerði sér lítið fyrir og vann WOW-hjólreiðakeppnina í einstaklingsflokki með nýju meti, hjólaði hringinn í kringum Ísland á rúmlega 52 og hálfri klukkustund. Fjórum vikum síðar var hann mættur aftur á hjólið og vann aðra keppni af svipuðum meiði. Hann hjólaði þá frá Salt Lake City í Utah til Las Vegas í Nevada, 831 kílómetra, á rúmum 30 klukkustundum.

„Þetta er svolítið fyndið því ég fór úr rigningu og kulda á Íslandi yfir í brennandi hita í Bandaríkjunum. Ég held að hitinn hafi farið upp í 43 gráður og auk þess var mjög þurrt, svo að líkaminn bregst við á allt annan hátt. Mér finnst þetta vera þær tvennar öfgar sem geta komið upp í keppnum sem þessum,“ segir Chris í samtali við Sunnudagsblaðið.

Ísland breytt honum sem manneskju

Chris er vægast sagt hrifinn af Íslandi; hefur komið hingað 37 sinnum og segir Ísland hafa komið honum í tengsl við dýpri hluta af sjálfum sér. Chris komst í tygi við Steinar Kaldal, verkefnastjóra miðhálendisþjóðgarðs, sem fræddi hann um stöðu náttúruverndar hér á landi og vildi Chris ólmur eiga hlut að máli. „Ég fór að vinna með náttúruverndarsamtökum á Íslandi til að gera eitthvað meira en að taka fallegar myndir,“ segir Chris

Hann hafði ekki mikið á milli handanna á yngri árum, ferðaðist lítið og átti ekki einu sinni vegabréf. „Ég leit aldrei á mig sem umhverfisverndarsinna eða einhvern sem var umhugað um umhverfið en það eru staðir eins og þessir sem hafa breytt mér sem manneskju. Þeir hafa sýnt mér fegurð heimsins og ég á þeim allt að launa.“

Nánar er rætt við Chris um Ísland, hjólreiðar og fleira í Sunnudagsblaði Morgunblaðisins.

Chris hefur gert garðinn frægann með ljósmyndum af brimbrettaköppum, meðal …
Chris hefur gert garðinn frægann með ljósmyndum af brimbrettaköppum, meðal annars við strendur Íslands. Ljósmynd/Chris Burkard Studio Collection
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert