Tekur ekki bara fallegar myndir

Chris Burkard er hrifinn af landi og þjóð.
Chris Burkard er hrifinn af landi og þjóð. Árni Sæberg

Kali­forníu­bú­inn Chris Burkard, ljós­mynd­ari og mik­ill æv­in­týramaður, ferðast til allra heims­horna til að taka ótrú­leg­ar lands­lags­mynd­ir sem og mynd­ir af fólki við krefj­andi aðstæður. Hann nýt­ur gíf­ur­legra vin­sælda, held­ur úti in­sta­gram reikn­ingi með millj­ón­um fyl­g­enda og hef­ur unnið fyr­ir mörg af stærstu fyr­ir­tækj­um heims.

En Chris læt­ur sér þetta ekki nægja. Hann hef­ur nú tekið upp hjól­reiðar af mikl­um krafti og gerði sér lítið fyr­ir og vann WOW-hjól­reiðakeppn­ina í ein­stak­lings­flokki með nýju meti, hjólaði hring­inn í kring­um Ísland á rúm­lega 52 og hálfri klukku­stund. Fjór­um vik­um síðar var hann mætt­ur aft­ur á hjólið og vann aðra keppni af svipuðum meiði. Hann hjólaði þá frá Salt Lake City í Utah til Las Vegas í Nevada, 831 kíló­metra, á rúm­um 30 klukku­stund­um.

„Þetta er svo­lítið fyndið því ég fór úr rign­ingu og kulda á Íslandi yfir í brenn­andi hita í Banda­ríkj­un­um. Ég held að hit­inn hafi farið upp í 43 gráður og auk þess var mjög þurrt, svo að lík­am­inn bregst við á allt ann­an hátt. Mér finnst þetta vera þær tvenn­ar öfg­ar sem geta komið upp í keppn­um sem þess­um,“ seg­ir Chris í sam­tali við Sunnu­dags­blaðið.

Ísland breytt hon­um sem mann­eskju

Chris er væg­ast sagt hrif­inn af Íslandi; hef­ur komið hingað 37 sinn­um og seg­ir Ísland hafa komið hon­um í tengsl við dýpri hluta af sjálf­um sér. Chris komst í tygi við Stein­ar Kal­dal, verk­efna­stjóra miðhá­lend­isþjóðgarðs, sem fræddi hann um stöðu nátt­úru­vernd­ar hér á landi og vildi Chris ólm­ur eiga hlut að máli. „Ég fór að vinna með nátt­úru­vernd­ar­sam­tök­um á Íslandi til að gera eitt­hvað meira en að taka fal­leg­ar mynd­ir,“ seg­ir Chris

Hann hafði ekki mikið á milli hand­anna á yngri árum, ferðaðist lítið og átti ekki einu sinni vega­bréf. „Ég leit aldrei á mig sem um­hverf­is­vernd­arsinna eða ein­hvern sem var um­hugað um um­hverfið en það eru staðir eins og þess­ir sem hafa breytt mér sem mann­eskju. Þeir hafa sýnt mér feg­urð heims­ins og ég á þeim allt að launa.“

Nán­ar er rætt við Chris um Ísland, hjól­reiðar og fleira í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðis­ins.

Chris hefur gert garðinn frægann með ljósmyndum af brimbrettaköppum, meðal …
Chris hef­ur gert garðinn fræg­ann með ljós­mynd­um af brimbretta­köpp­um, meðal ann­ars við strend­ur Íslands. Ljós­mynd/​Chris Burkard Studio Col­lecti­on
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert