Vekur athygli á ofbeldi gegn börnum í landinu

Einar Hansberg Árnason styrkir átak UNICEF gegn ofbeldi á börnum …
Einar Hansberg Árnason styrkir átak UNICEF gegn ofbeldi á börnum á óvenjulegan hátt. Ljósmynd/Árni Svanur Guðbjörnsson

Einar Hansberg Árnason lagði í gær af stað í hringferð til að styðja átak UNICEF á Íslandi gegn ofbeldi á börnum.

Á einni viku, eða til 24. ágúst ætlar hann að stoppa í 36 sveitarfélögum og róa, skíða eða hjóla í sérstökum þrektækjum 13.000 metra á hverjum stað, einn metra fyrir hvert barn sem brotið er á.

Þátttaka Einars í átakinu hófst á Akranesi og hann lýkur ferðinni með því að hlaupa maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu til stuðnings UNICEF. „Ég er ekki auðugur fjárhagslega en ég hef ýmislegt að gefa og þetta er mín leið til þess,“ segir hann.

Um 18% barna á Íslandi verða fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur, eða um 13.000 börn. Síðastliðið vor hóf UNICEF fyrrnefnt átak undir yfirskriftinni „Stöðvum feluleikinn“. Ingibjörg Magnúsdóttir verkefnisstjóri segir að því ljúki þegar markmiðunum verði náð í öllum sveitarfélögum, að þau setji sér skýra viðbragðsáætlun gegn ofbeldi á börnum. Liður í átakinu sé að þrýsta á stjórnvöld til að koma upp ofbeldisvarnaráði. Inni í tölum um ofbeldi séu ekki börn sem verði fyrir vanrækslu, andlegu ofbeldi eða einelti og því megi ætla að tölurnar séu töluvert hærri. „Það hræðir okkur,“ segir Ingibjörg.

Sjá samtal við Ingibjörgu og Einar Hansberg í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert