Hvað viltu vinkonu minni?

Hvað viltu vinkonu minni? gæti krían á húfunni verið að …
Hvað viltu vinkonu minni? gæti krían á húfunni verið að spyrja. Dr. Freydís Vigfúsdóttir sækir hér kríu úr hreiðurgildru á meðan samstarfskonur hennar mæla hreiður og egg kríunnar. Með henni á myndinni eru Jo Morten doktorsnemi og dr. Lucy Hawkes dósent og samstarfskona frá Exeter Háskóla. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

„Fram að þessu höf­um við ekki haft tækja­búnað til að kanna ná­kvæm­lega hversu langt krí­urn­ar fara, hvaða leiðir þær fara og hversu oft þær stoppa á leiðinni, ef þær stoppa þá yf­ir­leitt, hvað þær eru lengi á leiðinni og hversu hátt þær fljúga, svo dæmi sé tekið,“ seg­ir dr. Frey­dís Vig­fús­dótt­ir, sér­fræðing­ur við Há­skóla Íslands og einn um­sjón­ar­manna alþjóðlegr­ar rann­sókn­ar á far­hegðun krí­unn­ar, en tæk­in sem nýtt eru til rann­sókn­ar­inn­ar eru ný­kom­in á markað.

„Eft­ir því sem við vit­um best erum við fyrst til að setja þessi nýju tæki út til að kanna þetta langa ár­lega far krí­unn­ar. Þetta eru GPS-rit­ar sem taka staðsetn­ingu á klukku­tíma fresti með GPS-ná­kvæmn­inni. Fram að þessu hef­ur þetta far verið kannað með svo­kölluðum ljós­rita, sem er með um það bil 200 kíló­metra ná­kvæmni og mæl­ir hvorki hæð né hraða. Þetta er því mik­il fram­för og von­andi fáum við fyr­ir vikið ná­kvæm­ari og betri svör við spurn­ing­um okk­ar um hegðun teg­und­ar­inn­ar. Það yrði mjög mik­il­vægt fyr­ir vernd­ar­líf­fræði krí­unn­ar og álíka teg­unda,“ seg­ir Frey­dís.

Dr. Freydís Vigfúsdóttir sleppir kríu með GPS-tæki að loknum mælingum …
Dr. Frey­dís Vig­fús­dótt­ir slepp­ir kríu með GPS-tæki að lokn­um mæl­ing­um og merk­ing­um. Ljós­mynd/​Krist­inn Ingvars­son

„Fylla á tank­inn“ úti á reg­in­hafi

Hún seg­ir vís­bend­ing­ar úr téðum ljós­rit­um benda til þess að krí­urn­ar nýti ákveðin æti­svæði úti á reg­in­hafi, til dæm­is suður af Græn­landi og aust­ur af Ný­fundna­landi, síðla sum­ars eða snemma á haust­in til að nema staðar og „fylla á tank­inn“ áður en þær halda för sinni áfram. Þá verði spenn­andi að sjá hvort þær komi við á fleiri stöðum, en vís­bend­ing­ar eru um það; sem dæmi hafa hefðbund­in fugla­merki af krí­um end­ur­heimst og krí­ur sést á far­tíma við Afr­íku­strend­ur og strönd Bras­il­íu. „Við vit­um af­skap­lega lítið um þetta í dag, til dæm­is hvort fugl­arn­ir eru að lenda á strönd­um þar sem lítið er um fólk, hvað þá rann­sókna­fólk,“ seg­ir Frey­dís.

Kría með GPS-tæki ásett með svokölluðu lærabelti. Tækið er síðar …
Kría með GPS-tæki ásett með svo­kölluðu læra­belti. Tækið er síðar end­ur­heimt af krí­unni er hún kem­ur á sama varp­blett að ári. Aðferðinni hef­ur verið beitt með góðum ár­angri í Banda­ríkj­un­um. Ljós­mynd/​Krist­inn Ingvars­son

Rann­sókn­in er unn­in í sam­starfi Há­skóla Íslands, há­skól­ans í Ex­eter á Englandi og Washingt­on-há­skóla í Seattle í Banda­ríkj­un­um, en auk Frey­dís­ar og koll­ega henn­ar í hinum há­skól­un­um hafa nem­end­ur þeirra tekið virk­an þátt í verk­efn­inu.

Merk­ing­arn­ar fóru fram fyrr í sum­ar í landi æðarbýl­is­ins Norður­kots á Suður­nesj­um, rétt við Sand­gerði, en bænd­urn­ir, Sig­ríður Hanna Sig­urðardótt­ir og Páll Þórðar­son, voru svo al­menni­leg að leyfa vís­inda­fólk­inu að at­hafna sig þar og veittu ómet­an­lega aðstoð.

Frey­dís seg­ir merk­ing­arn­ar hafa gengið von­um fram­ar. „Þetta heppnaðist ljóm­andi vel og hóp­ur­inn vann sem ein mann­eskja. Aðferðin sem við beit­um til að setja tæk­in á fugl­ana gekk ótrú­lega vel. Við not­um það sem við köll­um læra­belti, en banda­rísk sam­starfs­kona mín, dr. Sara Maxwell, hef­ur beitt þeirri aðferð við að merkja sílaþern­ur og skyld­ar teg­und­ir með góðum ár­angri í Banda­ríkj­un­um.“

Nán­ar er fjallað um rann­sókn­ina í máli og mynd­um í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka