Keyrt var á tvo menn á hjóli og einn hund á Glerárgötu á Akureyri síðdegis í dag. Þeir voru í kjölfarið fluttir á sjúkrahús en vettvangur slyssins er girtur af með öllu, sem gefur til kynna að málið sé alvarlegt.
Hvorki hefur náðst í lögreglu á staðnum né hafa upplýsingar fengist um ástand þeirra sem urðu fyrir bílnum. Lögreglan er enn á vettvangi og rannsókn virðist vera í gangi á slysstað.