Ok, tragikómískt hvarf

„Tveir úr Tungunum mættir á Ok! #notOk“ tísti Jón Gnarr …
„Tveir úr Tungunum mættir á Ok! #notOk“ tísti Jón Gnarr eftir heimsókn í Kaldadal. Hann hætti sér ekki alla leið upp á Ok en fór að fjallsrótunum, þar sem hann rakst á embættisbróður sinn Dag B. Eggertsson. Twitter/Jón Gnarr

„Ja, sorg­legt, jú, þetta er eitt­hvað sem er að ger­ast… en þetta er líka í raun­inni svo­lítið tragikó­mískt. Við erum að upp­lifa lofts­lags­breyt­ing­ar á þenn­an hátt en okk­ur finnst það samt í kjarn­ann svo­lítið já­kvætt,“ seg­ir Jón Gn­arr, grín­isti og fv. borg­ar­stjóri, í stuttu spjalli við mbl.is.

Hann fór að rót­um fjalls­ins Oks í morg­un, þess sem áður var jök­ull en var svipt­ur þeirri nafn­bót, því hann bráðnaði og hvarf. Það var verið að syrgja það frá­fall en jafn­framt reisa jökl­in­um minn­is­varða við hátíðlega at­höfn.

Andri Snær Magnason rithöfundur og náttúruverndarsinni, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og …
Andri Snær Magna­son rit­höf­und­ur og nátt­úru­vernd­arsinni, Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra og Mary Robin­son, fyrr­um for­seti Írlands. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið

„Ég kíkti þarna þar sem fólk kom sam­an en lagði nú ekki í göng­una upp fjallið,“ seg­ir Jón en um hundrað manna hóp­ur kom sam­an í Kalda­dal við ræt­ur Oks til að ganga fjallið í haust­leg­um næðingi. „Þrátt fyr­ir alla hlýn­un ber Kaldi­dal­ur enn þá nafn með rentu,“ seg­ir Jón og hlær. „Það var al­veg skít­kalt þarna.“

Jón hef­ur verið viðriðinn verk­efni í tengsl­um við hvarf jök­uls­ins. Vin­ir hans frá Texas, Cy­mene Howe og Dom­inic Boyer, mann­fræðing­ar og rann­sókna­fólk við Rice-há­skóla, komu að gerð heim­ild­ar­mynd­ar um staðinn.

Cymene Howe, Dominic Boyer og Andri Snær Magnason með minningarskjöldinn …
Cy­mene Howe, Dom­inic Boyer og Andri Snær Magna­son með minn­ing­ar­skjöld­inn í vik­unni, sem var sett­ur á Ok. Í texta Andra Snæs á skild­in­um seg­ir að bú­ast megi við að á næstu 200 árum fari all­ir jökl­ar sömu leið og Ok­jök­ull. Hvarf hans geti verið upp­hafið að öðru og meira. mbl.is/​Sig­urður Bogi

Lofts­lags­mál rædd án meiri­hátt­ar sundr­ung­ar

„Það er mik­ill áhugi á þessu um all­an heim. Þetta er nátt­úru­lega stór­merki­legt, jök­ull sem er ekki leng­ur jök­ull. Meðal þess sem þau eru að reyna að gera með þess­ari mynd er að fjalla um þetta svo­lítið á ann­an hátt en með póla­ríser­ing­unni sem hef­ur verið í þess­ari umræðu um að menn­irn­ir eigi hver að skamm­ast sín niður í tær fyr­ir að vera að eyðileggja jörðina,“ seg­ir Jón.

Í staðinn seg­ir hann að geti verið æski­legra að ræða þessi mál líka í kó­mísk­ara ljósi, eða hlý­legra ljósi — talandi um hlýn­un. „Það er nátt­úru­lega þannig hér á Íslandi að viðhorf fólks til hlýn­un­ar­inn­ar er blendið. Fólk átt­ar sig al­veg á að það að jökl­ar séu að bráðna hérna er ekki komið til af góðu, en á sama tíma er ekk­ert rosa­lega nei­kvætt gagn­vart því að hér sé að hlýna aðeins. Sum­arið núna sló öll met í hita og fólk er bara ánægt með það. Og mín­ar til­finn­ing­ar eru líka bara blendn­ar. Ég get ekki sagt að ég vilji ekki að það sé gott veður,“ seg­ir Jón.

Ok er fyrsti nafn­kunni jök­ull­inn til þess að hverfa og missa titil­inn jök­ull. Jón nefn­ir að hluti af þess­um skrýtnu tragíkó­mísku til­finn­ing­um í kring­um þann at­b­urð sé kom­inn til af þeirri staðreynd að jökl­ar séu í raun ekki beint nauðsyn­leg­ir mann­in­um. „Það er ekki eins og það sé ein­hver sér­stök kart­afla sem vex aðeins á jökli,“ seg­ir hann. Því velti fólk þess­um breyt­ing­um kannski síður fyr­ir sér dags­dag­lega, á meðan all­ir taka eft­ir því ef veðrið er gott.

Fólk kom saman við rætur Oks að morgni til að …
Fólk kom sam­an við ræt­ur Oks að morgni til að ganga upp og koma fyr­ir minn­is­varðanum á há­degi. mbl.is/​Sig­urður Bogi

„Þetta eru al­mestu lofts­lags­breyt­ing­ar sem jörðin hef­ur gengið í gegn­um á löng­um tíma og auðvitað erum við sem ein­stak­ling­ar að hugsa: hvernig get ég lagt mitt af mörk­um til að sporna gegn þessu,“ seg­ir Jón. „Fyr­ir marga sem fara að velta þess­um mál­um fyr­ir sér verður þetta auðveld­lega til­efni til þung­lynd­is. Maður má sín lít­ils gagn­vart þessu, hugs­ar maður stund­um. Bara jæja, búið að hengja orðu á jök­ul­inn. Þá er það bara næsti jök­ull.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert